Fjölmörg dæmi að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. nóvember 2019 13:47 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen. Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen.
Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira