

Horfum til stjarnanna!
Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:
Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.
Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með.
Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.
Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.
Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.
Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.
Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.
Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.
Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.
„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.
Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna
Skoðun

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar

Vanfjármögnun vísindanna
Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar

Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól
Davíð Michelsen skrifar

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera?
Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar

Færni til framtíðar
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Ofbeldi
Bjarni Karlsson skrifar

Lestu Gaza
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar

Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði
Sandra B. Franks skrifar

10 ár og bull í lokin
Jón Pétur Zimsen skrifar

Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands
Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Hrynur sjávarútvegur?
Stefán Ólafsson skrifar

Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð
Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar