Bíl ekið inn í fiskbúð í þriðja sinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2019 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir. Samgönguslys Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir.
Samgönguslys Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira