Íslenskur veðmálaspilari sektaður um átta milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 13:24 Yfirskattanefnd komst að niðurstöðu sinni nú í nóvember. Getty Images/Dina Rudick Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna. Fjárhættuspil Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna.
Fjárhættuspil Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira