Freistar þess að ná fram réttlæti sautján árum eftir morðið á Elodie Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 23:31 Elodie Kulik var 24 ára þegar hún var myrt. Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember. Frakkland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember.
Frakkland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira