Veiðigjöld og landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. nóvember 2019 15:30 Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Sjávarútvegur Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar