Telur hættu á að ekki sé horft til heildarinnar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira