Vilborg Arna reif magavöðva á dansæfingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2019 20:45 Vilborg Arna er með rifinn magavöðva en stefnir á að dansa í þættinum á föstudag. Samsett/Instagram/Vísir-Vilhelm Fjallgöngukonan og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir slasaðist á síðustu æfingunni fyrir annan þátt Allir geta dansað sem sýndur var á föstudag. Á fimmtudaginn byrjaði Vilborg að finna til eftir að hafa verið að æfa með dansherra sínum, Javi Fernández Valiño. Hún lét verkinn ekki stoppa sig og steig á svið daginn eftir í beinni útsendingu. „Ég veit að þetta gerðist í einhverri lyftu, við vorum að æfa lyftur á æfingunni“ segir Vilborg Arna í samtali við Vísi. ABBA þema var í þættinum á föstudag og dönsuðu Javi og Vilborg Arna Jive við lagið Mamma Mia.Vilborg Arna sagði frá meiðslum sínum á Instagram.Skjáskot/Instagram„Ég var náttúrulega að drepast en ég var búin að vera með kælipoka og reyndi að koma þessu frá svona sómasamlega. Mér var illt en mér leið vel og fannst alveg gaman.“ Hún harkaði af sér en leitaði á bráðamóttökuna daginn eftir. „Þá var komið eitthvað rif í magavöðva þannig að ég segi bara að ég sé komin með sjö-pack í staðinn fyrir sixpack,“ segir Vilborg Arna kát. „Auðvitað eru ráðleggingarnar þannig að maður eigi ekki að vera að gera mikið og helst ekki neitt. Við erum að reyna að vinna í kringum þetta, ég geri bara eins og ég get. Kannski þegar að aðeins frá líður er hægt að breyta því.“ Vilborg og Javi á æfingu.vísir/vilhelmVilborg og Javi enduðu í næstsíðasta sæti eftir atkvæði dómara og símakosningu og voru því ekki send heim. Vilborg segir að hún stefni á að dansa á föstudaginn, ef líkaminn leyfir. Næst munu þau dansa tangó á föstudag. „Ég er búin að vera að grínast með að ég ætli að dansa bara aðeins meira með fótunum.“ Vilborg var á dansæfingu þegar fréttastofa náði tali af henni og segist hún aðlaga æfingarnar í kringum þessi meiðsli. Hún segir að ferlið í þessari keppni hafi verið mjög skemmtilegt en mýkt hafi reynst henni góð áskorun. „Mér finnst gaman að læra margt nýtt og maður er að uppgötva hluti um sjálfan sig sem að maður hefur aldrei annars fattað um líkamsgerð og hreyfigetu.“ Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Óli og Marta eru fyrsta parið sem sent er heim í annarri þáttaröð af Allir geta dansað 6. desember 2019 17:30 Mikill metnaður á æfingum dansara Keppendur í Allir geta dansað leggja mikið á sig fyrir hvern þátt. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Fjallgöngukonan og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir slasaðist á síðustu æfingunni fyrir annan þátt Allir geta dansað sem sýndur var á föstudag. Á fimmtudaginn byrjaði Vilborg að finna til eftir að hafa verið að æfa með dansherra sínum, Javi Fernández Valiño. Hún lét verkinn ekki stoppa sig og steig á svið daginn eftir í beinni útsendingu. „Ég veit að þetta gerðist í einhverri lyftu, við vorum að æfa lyftur á æfingunni“ segir Vilborg Arna í samtali við Vísi. ABBA þema var í þættinum á föstudag og dönsuðu Javi og Vilborg Arna Jive við lagið Mamma Mia.Vilborg Arna sagði frá meiðslum sínum á Instagram.Skjáskot/Instagram„Ég var náttúrulega að drepast en ég var búin að vera með kælipoka og reyndi að koma þessu frá svona sómasamlega. Mér var illt en mér leið vel og fannst alveg gaman.“ Hún harkaði af sér en leitaði á bráðamóttökuna daginn eftir. „Þá var komið eitthvað rif í magavöðva þannig að ég segi bara að ég sé komin með sjö-pack í staðinn fyrir sixpack,“ segir Vilborg Arna kát. „Auðvitað eru ráðleggingarnar þannig að maður eigi ekki að vera að gera mikið og helst ekki neitt. Við erum að reyna að vinna í kringum þetta, ég geri bara eins og ég get. Kannski þegar að aðeins frá líður er hægt að breyta því.“ Vilborg og Javi á æfingu.vísir/vilhelmVilborg og Javi enduðu í næstsíðasta sæti eftir atkvæði dómara og símakosningu og voru því ekki send heim. Vilborg segir að hún stefni á að dansa á föstudaginn, ef líkaminn leyfir. Næst munu þau dansa tangó á föstudag. „Ég er búin að vera að grínast með að ég ætli að dansa bara aðeins meira með fótunum.“ Vilborg var á dansæfingu þegar fréttastofa náði tali af henni og segist hún aðlaga æfingarnar í kringum þessi meiðsli. Hún segir að ferlið í þessari keppni hafi verið mjög skemmtilegt en mýkt hafi reynst henni góð áskorun. „Mér finnst gaman að læra margt nýtt og maður er að uppgötva hluti um sjálfan sig sem að maður hefur aldrei annars fattað um líkamsgerð og hreyfigetu.“
Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Óli og Marta eru fyrsta parið sem sent er heim í annarri þáttaröð af Allir geta dansað 6. desember 2019 17:30 Mikill metnaður á æfingum dansara Keppendur í Allir geta dansað leggja mikið á sig fyrir hvern þátt. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30
Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Óli og Marta eru fyrsta parið sem sent er heim í annarri þáttaröð af Allir geta dansað 6. desember 2019 17:30
Mikill metnaður á æfingum dansara Keppendur í Allir geta dansað leggja mikið á sig fyrir hvern þátt. 3. desember 2019 09:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið