Drengir eru óhamingjusamir í íslenska skólakerfinu, leiðist þar og eru líklegri en stúlkur til að geta ekki lesið sér til ánægju. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Þau ræða einnig um ástandið í stjórnmálunum almennt, ráðningu útvarpsstjóra og fleira.
Í seinni hluta þáttarins koma þingkonurnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir til að ræða mál ríkislögreglustjóra, Samherja og spillingu almennt. En Þórhildur Sunna hefur meðal annars setið í nefnd á Evrópuráðsþinginu sem gert hefur skýrslu um spillingarmál almennt.
Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40.
