Hægt verður að segja upp veiðiheimildum eða gera þær tímabundnar verði nýtt auðlindaákvæði að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvæðið eigi að tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira