Slökkviliðsmenn í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2019 20:30 Slökkviliðsmenn hafa verið í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41
Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52
Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24