Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 11:30 Corbyn og Johnson mættust í kappræðum BBC Getty/Leon Neal Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira