Mongólíutjaldið þolir allt sem íslenska veðrið býður upp á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2019 07:00 Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve eru alsæl með tjaldið góða. Vísir/Tryggvi Páll Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“ Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira