Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 15:47 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér. Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér.
Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57
Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35