Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2019 10:24 Blaðamenn á Fréttablaðinu leggja niður störf í dag. vísir/vilhelm Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, auk þess sem ljósmyndarar og tökumenn sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og RÚV leggja líka niður störf. Vinnustöðvuninni lýkur klukkan 22 í kvöld. Um er að ræða fyrstu vinnustöðvun á prentmiðlum en fyrri þrjár vinnustöðvanir tóku til netmiðla, ljósmyndara og tökumanna. Í þeim vinnustöðvunum skrifuðu verktakar, yfirmenn og blaðamenn Morgunblaðsins fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum stóð. Vefblaðamenn mbl.is fordæmdu þær aðgerðir og stefndi BÍ Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdóm vegna meintra verkfallsbrota hjá Árvakri. Blaðamenn felldu kjarasamning við SA í síðustu viku en skrifað var undir hann í kjölfar þess að boðuðum verkfallsaðgerðum var frestað um viku. Sú ákvörðun samninganefndar félagsins var afar umdeild enda hafði hún í för með sér að verkfall á prentmiðlum, sem átti að vera síðastliðinn fimmtudag, daginn fyrir svokallaðan Black Friday, frestaðist til dagsins í dag. Eftir að kjarasamningurinn var felldur í atkvæðagreiðslu hafa samninganefndir BÍ og SA átt fundi hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Síðast var fundað á þriðjudag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni.Blaðamenn á Vísi eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. 22. nóvember 2019 08:00 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, auk þess sem ljósmyndarar og tökumenn sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og RÚV leggja líka niður störf. Vinnustöðvuninni lýkur klukkan 22 í kvöld. Um er að ræða fyrstu vinnustöðvun á prentmiðlum en fyrri þrjár vinnustöðvanir tóku til netmiðla, ljósmyndara og tökumanna. Í þeim vinnustöðvunum skrifuðu verktakar, yfirmenn og blaðamenn Morgunblaðsins fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum stóð. Vefblaðamenn mbl.is fordæmdu þær aðgerðir og stefndi BÍ Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdóm vegna meintra verkfallsbrota hjá Árvakri. Blaðamenn felldu kjarasamning við SA í síðustu viku en skrifað var undir hann í kjölfar þess að boðuðum verkfallsaðgerðum var frestað um viku. Sú ákvörðun samninganefndar félagsins var afar umdeild enda hafði hún í för með sér að verkfall á prentmiðlum, sem átti að vera síðastliðinn fimmtudag, daginn fyrir svokallaðan Black Friday, frestaðist til dagsins í dag. Eftir að kjarasamningurinn var felldur í atkvæðagreiðslu hafa samninganefndir BÍ og SA átt fundi hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Síðast var fundað á þriðjudag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni.Blaðamenn á Vísi eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. 22. nóvember 2019 08:00 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. 22. nóvember 2019 08:00
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02