Undirbúa sig fyrir umfangsmestu verkfallsaðgerðir landsins í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 17:43 Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum. Frakkland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum.
Frakkland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira