Westhoffen er að finna í austurhluta Frakklands, ekki langt frá Strasbourg. Nokkrum dögum fyrr hafði sambærilegt atvik átt sér stað í nálægum bæ.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að Frakkar muni berjast gegn gyðingahatri „þar til okkar látnu geti hvílt í friði“, en um 550 þúsund gyðingar búa í Frakklandi. Í engu öðru landi álfunnar eru gyðingar eins fjölmennir.
Árásir sem þessar hafa verið mjög algengar í norðausturhluta Frakklands á síðustu mánuðum.
Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, heimsótti kirkjugarðinn í morgun og sagði árásina „tjáningu hreinræktaðs haturs“ og að til stæði að stofna sérstakt viðbragðsteymi innan lögreglunnar til að taka á hatursglæpum sem þessum.