Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:05 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Vísir/Stöð 2 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders.
Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07
Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28