Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 10:05 Mynd af tengivirkinu í Hrútatungu sem Landsnet birti í vikunni. landsnet Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti þar sem farið er yfir stöðuna á netinu í dag:Suðurnesjalína 1 Fundist hefur skemmdur einangrari í línunni við Fitja. Ástand hans er þannig að fara þarf í viðgerð og er áætlað að línan fari úr rekstri í um þrjár klukkustundir frá klukkan 10. Fyrirhugað er að hafa Reykjanes í sjálfstæðri einingu aðskilið frá meginflutningskerfinu á meðan viðgerð stendur. Ef allt gengur að óskum eiga notendur ekki að finna fyrir truflunum.Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið var hitamyndað í gær og ennþá mælist töluverð selta. Metið verður nánar í dag hvort fara þurfi í frekari hreinsun á virkinu.Dalvíkurlína 1 Viðgerð lauk í gær og var línan spennusett um kl. 18:30. Rafmagn frá flutningskerfinu er því komið á Dalvík.Kópaskerslína 1 Viðgerð gekk vel í gær og hafa nú allir staurar verið reistir. Í gærkvöldi komu 10 menn til viðbótar í hópinn frá viðgerðarhóp Dalvíkurlínu. Spáin á svæðinu fyrir föstudaginn er ekki góð og er því stefnt á að nýta daginn í dag eins vel og hægt er. Enn er áætlað að viðgerð verði lokið um helgina.Fljótsdalslína 4 Bilun varð á línunni í gær þegar festing, sem tengir skálakeðju, brotnaði. Við nánari skoðun í gær kom í ljós að mastrið hefur skemmst í toppinn og fara þarf í lagfæringar á því fyrst. Viðgerð gæti því tekið nokkra daga. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti þar sem farið er yfir stöðuna á netinu í dag:Suðurnesjalína 1 Fundist hefur skemmdur einangrari í línunni við Fitja. Ástand hans er þannig að fara þarf í viðgerð og er áætlað að línan fari úr rekstri í um þrjár klukkustundir frá klukkan 10. Fyrirhugað er að hafa Reykjanes í sjálfstæðri einingu aðskilið frá meginflutningskerfinu á meðan viðgerð stendur. Ef allt gengur að óskum eiga notendur ekki að finna fyrir truflunum.Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið var hitamyndað í gær og ennþá mælist töluverð selta. Metið verður nánar í dag hvort fara þurfi í frekari hreinsun á virkinu.Dalvíkurlína 1 Viðgerð lauk í gær og var línan spennusett um kl. 18:30. Rafmagn frá flutningskerfinu er því komið á Dalvík.Kópaskerslína 1 Viðgerð gekk vel í gær og hafa nú allir staurar verið reistir. Í gærkvöldi komu 10 menn til viðbótar í hópinn frá viðgerðarhóp Dalvíkurlínu. Spáin á svæðinu fyrir föstudaginn er ekki góð og er því stefnt á að nýta daginn í dag eins vel og hægt er. Enn er áætlað að viðgerð verði lokið um helgina.Fljótsdalslína 4 Bilun varð á línunni í gær þegar festing, sem tengir skálakeðju, brotnaði. Við nánari skoðun í gær kom í ljós að mastrið hefur skemmst í toppinn og fara þarf í lagfæringar á því fyrst. Viðgerð gæti því tekið nokkra daga.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54
Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30