Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 06:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur formlega verið ákærður fyrir embættisbrot. Hann sést hér koma aftur til Hvíta hússins í gær eftir að hafa verið á kosningafundi í Michigan. vísir/getty Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir embættisbrot. Í gær hafði fulltrúadeildin það verkefni að greiða atkvæði um tvær ákærur, nánar útskýrðar hér fyrir neðan, á hendur forsetanum. Fulltrúar repúblikana og demókrata tókust hart á um réttmæti þess að ákæra forsetann. Kom meðal annars til snarpra orðaskipta á milli þingmanna en alls stóðu umræður um málið í ellefu klukkutíma áður en gengið var til atkvæða. Repúblikanar reyndu hvað þeir gátu til að gera lítið úr ákæruferlinu á meðan demókratar færðu rök fyrir því af hverju ætti að ákæra forsetann. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að framganga Trump á forsetastóli hafi gert það að verkum að þingmenn ættu ekki val um annað en að ákæra hann til embættismissis fyrir brot í starfi. Líkt og búist var við fóru atkvæði eftir flokkslínum en báðar ákærurnar voru samþykktar. Fyrri ákæran, hvað varðar misnotkun valds, var samþykkt með 230 atkvæðum gegn 197. Tveir demókratar, greiddu atkvæði gegn því að ákæra Trump, og einn sat hjá. Sú síðari, að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar, var samþykkt með 229 atkvæðum gegn 198. Trump fetar þar með í fótspor Andrew Johnson sem ákærður var árið 1868 fyrir embættisbrot. Bill Clinton var ákærður árið 1998. Hvorugur þeirra missti þó forsetaembættið og hefur því enginn forseti verið settur af eftir að hafa verið ákærður af þinginu. Ákærurnar fara nú til öldungadeildarinnar þar sem haldin verða réttarhöld. Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna mun starfa sem dómari yfir réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Það er í höndum öldungadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvernig réttarhöldin fara. Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu þingsins. Repúblikanar hafa meirihluta í öldungadeildinni og er því fastlega gert ráð fyrir að Trump verði áfram í embætti, þrátt fyrir ákærurnar. Trump fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan á umræðunum í þinginu stóð í gær og sagði meðal annars málflutning demókrata fáránlegar lygar og árás ekki bara á Repúblikanaflokkinn heldur einnig Bandaríkin. Þá birti hann fyrir um tveimur tímum mynd á Twitter, svokallað „meme“, þar sem stendur yfir mynd af Trump sjálfum: „Í rauninni eru þeir ekki á eftir mér heldur þér. Ég er bara fyrir þeim.“ pic.twitter.com/DutxclyZw9 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2019 Tvær ákærur Ákærurnar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot eru tvær. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir embættisbrot. Í gær hafði fulltrúadeildin það verkefni að greiða atkvæði um tvær ákærur, nánar útskýrðar hér fyrir neðan, á hendur forsetanum. Fulltrúar repúblikana og demókrata tókust hart á um réttmæti þess að ákæra forsetann. Kom meðal annars til snarpra orðaskipta á milli þingmanna en alls stóðu umræður um málið í ellefu klukkutíma áður en gengið var til atkvæða. Repúblikanar reyndu hvað þeir gátu til að gera lítið úr ákæruferlinu á meðan demókratar færðu rök fyrir því af hverju ætti að ákæra forsetann. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að framganga Trump á forsetastóli hafi gert það að verkum að þingmenn ættu ekki val um annað en að ákæra hann til embættismissis fyrir brot í starfi. Líkt og búist var við fóru atkvæði eftir flokkslínum en báðar ákærurnar voru samþykktar. Fyrri ákæran, hvað varðar misnotkun valds, var samþykkt með 230 atkvæðum gegn 197. Tveir demókratar, greiddu atkvæði gegn því að ákæra Trump, og einn sat hjá. Sú síðari, að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar, var samþykkt með 229 atkvæðum gegn 198. Trump fetar þar með í fótspor Andrew Johnson sem ákærður var árið 1868 fyrir embættisbrot. Bill Clinton var ákærður árið 1998. Hvorugur þeirra missti þó forsetaembættið og hefur því enginn forseti verið settur af eftir að hafa verið ákærður af þinginu. Ákærurnar fara nú til öldungadeildarinnar þar sem haldin verða réttarhöld. Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna mun starfa sem dómari yfir réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Það er í höndum öldungadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvernig réttarhöldin fara. Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu þingsins. Repúblikanar hafa meirihluta í öldungadeildinni og er því fastlega gert ráð fyrir að Trump verði áfram í embætti, þrátt fyrir ákærurnar. Trump fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan á umræðunum í þinginu stóð í gær og sagði meðal annars málflutning demókrata fáránlegar lygar og árás ekki bara á Repúblikanaflokkinn heldur einnig Bandaríkin. Þá birti hann fyrir um tveimur tímum mynd á Twitter, svokallað „meme“, þar sem stendur yfir mynd af Trump sjálfum: „Í rauninni eru þeir ekki á eftir mér heldur þér. Ég er bara fyrir þeim.“ pic.twitter.com/DutxclyZw9 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2019 Tvær ákærur Ákærurnar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot eru tvær. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45
Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49
Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent