Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 19:49 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. Fulltrúadeildin mun síðar í kvöld greiða atkvæði um hvort ákæra eigi Trump í tveimur liðum fyrir embættisbrot. Líklegt er að atkvæðagreiðslurnar muni fylgja flokkslínum sem þýðir að Trump mun verða ákærður, þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump sendi Pelosi í gær harðort bréf þar sem hann sagði ákæruferlið í þinginu vera ígildi valdaráns. Með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot myndu demókratar lýsa yfir stríði gegn bandarísku lýðræði.Fylgjast má með umræðum um ákæruna og atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu hér að neðan. Pelosi ávarpaði þingmenn nú í kvöld þar sem hún sagði að hlutverk þingmanna í kvöld væri að „verja lýðræðið fyrir almenning í landinu,“ undir dynjandi lófaklappi samflokksmanna hennar í Demókrataflokknum. Sagði hún Trump, með hegðun hans, ekki hafa gefið þingmönnum annað val en að gefa út ákærur á hendur honum. „Það er staðreynd að forsetinn er ógn við þjóðaröryggi og kosningaferlið okkar, hornstein lýðræðisins,“ sagði Pelosi. Verði Trump ákærður fyrir embættisbrot verður hann þriðji forsetinn sem fær ákæru í andlitið. Hinir eru Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Hvorugur þeirra var þó fjarlægður af forsetastól. Verði ákærurnar gefnar út fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld yfir Trump munu fara fram. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45 Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 17. desember 2019 13:45
Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45
Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34