8,4% atvinnuleysi á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:45 Tvöfalt meira atvinnuleysi er á Suðurnesjum en á landsvísu. vísir/hafsteinn Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira