Innantómt öryggishlutverk? Þórir Guðmundsson skrifar 18. desember 2019 12:11 Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið. Í lögum og núgildandi þjónustusamningi stjórnvalda og RÚV er fátt annað tínt til um öryggishlutverkið en að félagið skuli tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun og setja sér öryggisstefnu. Sú stefna var sett og er tvíþætt og lýtur að ytra og innra öryggi. Varðandi ytra öryggi er kveðið á um rekstur tveggja langbylgjusenda, eigin fjarskiptabúnað, reglulega könnun á virkni búnaðar, áætlanir um fyrstu viðbrögð við vá og aðstöðu fréttastofu RÚV í stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Innra öryggi felst í því að vera með varaaflsstöð í Efstaleitinu, neyðarsendingarbúnað, kaup á sem öruggustum búnaði og aðgangsstýringarkerfi í höfuðstöðvum fyrirtækisins þannig að óviðkomandi komist þar ekki inn án leyfis. Fréttir af vá Síðan Bylgjan og Stöð 2 voru stofnaðar árið 1986 hafa landsmenn getað treyst á áreiðanlegan fréttaflutning ljósvakamiðla í einkaeigu af hamförum og annarri vá. Yfirvöld og sjálfboðaliðasamtök hafa ætíð getað komið mikilvægum skilaboðum á framfæri í gegnum þessa miðla. Þegar stórir atburðir gerast setja allir fjölmiðlar starfsemi sína á fullt, hvort sem þeir eru ríkis- eða einkareknir. Starfsemin í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð er vöktuð; fréttamenn, tökumenn og ljósmyndarar sendir á vettvang; frétta- og tæknimenn kallaðir af frívöktum eins og þörf krefur, og útsendingartími aukinn í samræmi við þörf almennings til að fylgjast með viðburðinum. Útvarp og vefur verða fljótt mikilvægustu miðlarnir, hvort sem er fyrir almenning að fá fréttir af yfirstandandi vá eða fyrir fólk á skaðasvæði að fá áreiðanlegar upplýsingar um það sem er að gerast í kringum sig. Bylgjan gegnir þá sérstöku hlutverki sem vinsælasta útvarpsstöð landsins sem er að auki dreift til fleiri landsmanna en nokkur önnur útvarpsstöð – og álíka margra og Rás 1 og Rás 2 samanlagt. Almenningur nýtur samkeppninnar Stóru vefmiðlarnir, visir.is og mbl.is, kappkosta við svona aðstæður að veita sem skjótasta og öruggasta þjónustu. Báðir senda leiðbeiningar og tilkynningar yfirvalda út með hraði og beita klassísku fréttamati á svipaðan hátt og flestir aðrir hefðbundnir miðlar, þar á meðal Ríkisútvarpið. Í nýafstöðnu hamfaraveðri á Norðvesturlandi var fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar með fréttamann sem veitti upplýsingar frá Sauðárkróki á þriðjudag – á þeim stað og stund er veðurofsinn var í hámarki – á meðan fréttamenn RÚV voru veðurtepptir. Auðvitað er RÚV stundum á stöðum sem aðrir komast ekki til. Þannig virkar samkeppnin; fréttastofurnar skiptast á um að vinna orrustur en almenningur nýtur þess að fá úrvalsfréttir af því sem er að gerast. Með öðrum orðum, þá er lítill raunverulegur munur á upplýsingamiðlun stóru fjölmiðlanna af neyð eða vá og fátt sem bendir til að fréttastofa RÚV hafi þar veigameira hlutverk en aðrar stærri fréttastofur hér á landi. Aukið mikilvægi farsíma Hvað dreifinguna varðar þá gilda sömu lögmál um hana hjá ljósvakamiðlunum tveimur, RÚV og Stöð 2/Bylgjunni. Sjónvarpi er dreift um ljósleiðara og sjónvarpssenda víða um land. Það á bæði við um RÚV og Stöð 2. Að auki er hægt að ná sjónvarpssendingum í gegnum netið, sem menn komast inn á í gegnum farsímakerfið, eins og þeir vita sem horfa á sjónvarpið í farsíma eða á spjaldtölvu. Útvarpsstöðvar nota í grundvallaratriðum sömu tækni en til viðbótar er RÚV dreift á langbylgju. Mikilvægi langbylgjunnar hefur hins vegar minnkað verulega jafnframt því sem vægi dreifileiðarinnar í gegnum netið eykst. Til að mynda þá fer ungt fólk í auknum mæli inn á fréttamiðla í gegnum netið, hvort sem um er að ræða sjónvarp, útvarp eða fréttavefi. Mjög hefur dregið úr framleiðslu viðtækja sem ná langbylgju, jafnvel fyrir bíla, þannig að varla er hægt að líta á langbylgjuútsendingar lengur sem öryggisatriði til að ná til þorra fólks. Önnur tækniþróun sem hefur orðið á undanförnum árum og skiptir sköpum er möguleiki viðbragðsaðila að ná til fólks með fjöldasendingum smáskilaboða sem ná til allra farsíma á afmörkuðu landsvæði. Þessi tækni, sem Neyðarlínan ræður yfir, gerir yfirvöldum til dæmis kleift að vara almenning við yfirvofandi vá, hvort sem það er eldgos, stórslys eða ofsaveður. Markmið og leiðir Aðili með hlutverk í neyð þarf að hafa kerfi í lagi sem tryggja rekstrarsamfellu á álagstímum, neyðaráætlun og stefnu um viðhald búnaðar og viðbragðsferla. Sýn, sem rekur Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, er með ISO 27001 gæðavottun, sem þýðir að fyrirtækið er reglulega tekið út af alþjóðlegum eftirlitsmönnum með tilliti til gæða- og öryggisþátta. Þeir 60 frétta- og tæknimenn sem halda almenningi á Íslandi upplýstum um viðburði heima og erlendis á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni njóta góðs af þessari styrku umgjörð. Nú þegar í undirbúningi er nýr þjónustusamningur við Ríkisútvarpið væri ekki úr vegi að stjórnvöld skilgreindu fyrst hvaða markmiðum þau vilja ná varðandi öryggi í fréttaflutningi á neyðartímum. Mikið skortir á að það sé gert í núverandi þjónustusamningi. Fyrst og síðast hlýtur hið opinbera að vilja koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við fólk sem er statt á neyðarsvæði eða/og við allan almenning sem þarf að fá upplýsingar um neyðina. Ef þetta eru markmiðin þá eru skilvirkari leiðir að þeim en að halda úti stórri, ríkisrekinni fréttastofu. Eða, svo það sé orðað með öðrum hætti, þá kunna að vera ástæður til að halda uppi stórri, ríkisrekinni fréttastofu en óskilgreint og innantómt öryggishlutverk ætti ekki að vera ein þeirra.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Þórir Guðmundsson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið. Í lögum og núgildandi þjónustusamningi stjórnvalda og RÚV er fátt annað tínt til um öryggishlutverkið en að félagið skuli tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun og setja sér öryggisstefnu. Sú stefna var sett og er tvíþætt og lýtur að ytra og innra öryggi. Varðandi ytra öryggi er kveðið á um rekstur tveggja langbylgjusenda, eigin fjarskiptabúnað, reglulega könnun á virkni búnaðar, áætlanir um fyrstu viðbrögð við vá og aðstöðu fréttastofu RÚV í stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Innra öryggi felst í því að vera með varaaflsstöð í Efstaleitinu, neyðarsendingarbúnað, kaup á sem öruggustum búnaði og aðgangsstýringarkerfi í höfuðstöðvum fyrirtækisins þannig að óviðkomandi komist þar ekki inn án leyfis. Fréttir af vá Síðan Bylgjan og Stöð 2 voru stofnaðar árið 1986 hafa landsmenn getað treyst á áreiðanlegan fréttaflutning ljósvakamiðla í einkaeigu af hamförum og annarri vá. Yfirvöld og sjálfboðaliðasamtök hafa ætíð getað komið mikilvægum skilaboðum á framfæri í gegnum þessa miðla. Þegar stórir atburðir gerast setja allir fjölmiðlar starfsemi sína á fullt, hvort sem þeir eru ríkis- eða einkareknir. Starfsemin í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð er vöktuð; fréttamenn, tökumenn og ljósmyndarar sendir á vettvang; frétta- og tæknimenn kallaðir af frívöktum eins og þörf krefur, og útsendingartími aukinn í samræmi við þörf almennings til að fylgjast með viðburðinum. Útvarp og vefur verða fljótt mikilvægustu miðlarnir, hvort sem er fyrir almenning að fá fréttir af yfirstandandi vá eða fyrir fólk á skaðasvæði að fá áreiðanlegar upplýsingar um það sem er að gerast í kringum sig. Bylgjan gegnir þá sérstöku hlutverki sem vinsælasta útvarpsstöð landsins sem er að auki dreift til fleiri landsmanna en nokkur önnur útvarpsstöð – og álíka margra og Rás 1 og Rás 2 samanlagt. Almenningur nýtur samkeppninnar Stóru vefmiðlarnir, visir.is og mbl.is, kappkosta við svona aðstæður að veita sem skjótasta og öruggasta þjónustu. Báðir senda leiðbeiningar og tilkynningar yfirvalda út með hraði og beita klassísku fréttamati á svipaðan hátt og flestir aðrir hefðbundnir miðlar, þar á meðal Ríkisútvarpið. Í nýafstöðnu hamfaraveðri á Norðvesturlandi var fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar með fréttamann sem veitti upplýsingar frá Sauðárkróki á þriðjudag – á þeim stað og stund er veðurofsinn var í hámarki – á meðan fréttamenn RÚV voru veðurtepptir. Auðvitað er RÚV stundum á stöðum sem aðrir komast ekki til. Þannig virkar samkeppnin; fréttastofurnar skiptast á um að vinna orrustur en almenningur nýtur þess að fá úrvalsfréttir af því sem er að gerast. Með öðrum orðum, þá er lítill raunverulegur munur á upplýsingamiðlun stóru fjölmiðlanna af neyð eða vá og fátt sem bendir til að fréttastofa RÚV hafi þar veigameira hlutverk en aðrar stærri fréttastofur hér á landi. Aukið mikilvægi farsíma Hvað dreifinguna varðar þá gilda sömu lögmál um hana hjá ljósvakamiðlunum tveimur, RÚV og Stöð 2/Bylgjunni. Sjónvarpi er dreift um ljósleiðara og sjónvarpssenda víða um land. Það á bæði við um RÚV og Stöð 2. Að auki er hægt að ná sjónvarpssendingum í gegnum netið, sem menn komast inn á í gegnum farsímakerfið, eins og þeir vita sem horfa á sjónvarpið í farsíma eða á spjaldtölvu. Útvarpsstöðvar nota í grundvallaratriðum sömu tækni en til viðbótar er RÚV dreift á langbylgju. Mikilvægi langbylgjunnar hefur hins vegar minnkað verulega jafnframt því sem vægi dreifileiðarinnar í gegnum netið eykst. Til að mynda þá fer ungt fólk í auknum mæli inn á fréttamiðla í gegnum netið, hvort sem um er að ræða sjónvarp, útvarp eða fréttavefi. Mjög hefur dregið úr framleiðslu viðtækja sem ná langbylgju, jafnvel fyrir bíla, þannig að varla er hægt að líta á langbylgjuútsendingar lengur sem öryggisatriði til að ná til þorra fólks. Önnur tækniþróun sem hefur orðið á undanförnum árum og skiptir sköpum er möguleiki viðbragðsaðila að ná til fólks með fjöldasendingum smáskilaboða sem ná til allra farsíma á afmörkuðu landsvæði. Þessi tækni, sem Neyðarlínan ræður yfir, gerir yfirvöldum til dæmis kleift að vara almenning við yfirvofandi vá, hvort sem það er eldgos, stórslys eða ofsaveður. Markmið og leiðir Aðili með hlutverk í neyð þarf að hafa kerfi í lagi sem tryggja rekstrarsamfellu á álagstímum, neyðaráætlun og stefnu um viðhald búnaðar og viðbragðsferla. Sýn, sem rekur Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, er með ISO 27001 gæðavottun, sem þýðir að fyrirtækið er reglulega tekið út af alþjóðlegum eftirlitsmönnum með tilliti til gæða- og öryggisþátta. Þeir 60 frétta- og tæknimenn sem halda almenningi á Íslandi upplýstum um viðburði heima og erlendis á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni njóta góðs af þessari styrku umgjörð. Nú þegar í undirbúningi er nýr þjónustusamningur við Ríkisútvarpið væri ekki úr vegi að stjórnvöld skilgreindu fyrst hvaða markmiðum þau vilja ná varðandi öryggi í fréttaflutningi á neyðartímum. Mikið skortir á að það sé gert í núverandi þjónustusamningi. Fyrst og síðast hlýtur hið opinbera að vilja koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við fólk sem er statt á neyðarsvæði eða/og við allan almenning sem þarf að fá upplýsingar um neyðina. Ef þetta eru markmiðin þá eru skilvirkari leiðir að þeim en að halda úti stórri, ríkisrekinni fréttastofu. Eða, svo það sé orðað með öðrum hætti, þá kunna að vera ástæður til að halda uppi stórri, ríkisrekinni fréttastofu en óskilgreint og innantómt öryggishlutverk ætti ekki að vera ein þeirra.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun