Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.
Að þessu sinni heimsótti Langston hjónin Jamie og Dave sem hafa komið sér vel fyrir í Cowlitz í Washington.
Smáhýsið var byggt úr tveimur gámum sem komið var fyrir á lítilli lóð. Húsið er tveggja hæða með stórglæsilegum svölum.
Hjónin þurfti að yfirstíga ákveðnar hindranir við byggingu hússins en Dave fékk alvarlega heilablæðingu þegar þau höfðu komið gámunum fyrir á lóðinni og verkið nýhafið. Núna hafa þau búið í húsinu í þrjú og hálft ár.
Hér að neðan má sjá innslag um húsið og sögu þeirra hjóna.
