Hafið þið einhver áhrif? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. desember 2019 07:00 Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun