Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 15:00 Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. vísir/mhh Landsréttur dæmt Vigfús Ólafsson í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp með því að hafa orðið konu og karli að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Er um að ræða þyngingu á refsingu úr fimm árum í fjórtán ár. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti síðdegis. Embætti ríkissaksóknara staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í dag. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember 2018 og dregst gæsluvarðhaldið frá fangelsisvistinni. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu konunnar undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með konunni eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Landsréttur dæmt Vigfús Ólafsson í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp með því að hafa orðið konu og karli að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Er um að ræða þyngingu á refsingu úr fimm árum í fjórtán ár. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti síðdegis. Embætti ríkissaksóknara staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í dag. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember 2018 og dregst gæsluvarðhaldið frá fangelsisvistinni. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu konunnar undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með konunni eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira