Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 15:25 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira