Mótmælendur myrtu sextán ára dreng hrottalega Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 11:53 Frá mótmælum á Tahrir-torgi í gær. AP/Khalid Mohammed Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur. Írak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur.
Írak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira