Enn þá „öskrandi bylur“ og kólnar í húsum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 10:51 Tekist hefur að halda aðalgötum greiðfærum á Akureyri en íbúðargötur eru kolófærar Vísir/tryggvi Páll Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“ Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“
Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00