Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 23:00 Guðni Gíslason, útgefandi Fjarðarfrétta. Vísir/ Baldur Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“ Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira