Auðvelt að pönkast í flugeldunum Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2019 14:55 Jón Ingi Sigvaldason segist sjá það í kristalkúlu sinni að það verði fínt veður um áramótin. Veðurguðirnir hafa gaman að flugeldum. visir/vilhelm Björgunarsveitirnar eru nú í óða önn við að undirbúa flugeldasöluna sem hefst á morgun. Búið er að rífa út úr gámum og verið að dreifa flugeldum, blysum, kökum og stjörnuljósum á útsölustaði um land allt. Jón Ingi Sigvaldason markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, hefur ekki áhyggjur af veðurspá sem er ekkert sérlega góð fyrir áramótin. Samkvæmt spá eins og hún er nú má búast við ausandi rigningu og þó nokkrum vindi. „Ekki í fyrsta skipti sem við sjáum svona spá. En það rætist alltaf úr þessu. Það getur verið skítleiðinlegt veður en klukkan 11 fer að hægjast og létta til og svo verður þetta bara æðislegt. Kristalskúlan mín segir að svo verði einnig þessi ármótin,“ segir Jón Ingi eldhress. „Eða eins og maður segir við útlendingana, bíddu í fimm mínútur og þá breytist veðrið. Það verður alltaf betra akkúrat um áramótin. Eins og veðurguðirnir hafi skilning á þessu og séu með okkur í liði. Ætli þeir hafi ekki bara gaman að þessu líka.“ Björgunarsveitarmenn hafa ekki, fremur en aðrir landsmenn, farið varhluta af umræðu um hugmyndir sem ganga út á að banna flugelda. Þá meðal annars vegna mengunar. Ferðaþjónustan græðir meira á skotgleðinni Jón Ingi er ekki viss um að fólk hafi hugsað þá hugsun til enda. „Sko, flugeldasalan er bakbeinið í okkar fjáröflun. Það myndi koma mjög illa niður á okkur og þar með almannavarnakerfinu í landinu,“ segir Jón Ingi. En, honum er ekki í mun að teikna sig upp sem ákafan talsmaður flugelda, ekki í sjálfu sér. Jón Ingi telur það víst að ferðaþjónustan hagnist meira á skotgleði landsmanna en björgunarsveitirnar, ef allt er talið.visir/vilhelm „Eins og ég hef sagt áður; ef við gætum selt gallabuxur í fjóra daga og fjármagnað okkur þannig myndum við áreiðanlega gera það. Þær væri talsvert auðveldara að flytja það inn. Þetta snýst um fjármögnun. Jón Ingi telur það víst að björgunarsveitirnar séu ábyggilega ekki hópurinn sem ber mest úr bítum vegna flugeldaglaðra landsmanna. „Það er klárlega ferðaþjónustan. Túristar koma í miklum mæli til að vera um áramót hjá okkur. Ég er ekkert viss um að fólk kæmi annars, ef ekki væri fyrir flugeldana. Þetta er sá tími sem er einna erfiðastur veðurfarslega. Áramót á Íslandi yrðu skrítin án flugelda. Ég held að flestum myndi finnast það. Án þeirra yrðu þau bara eins og hver annar þriðjudagur að vetrarlagi, dimmt úti og við í myrkri hér lengst úti í Ballarhafi.“ Flugeldarnir sem blórabögglar Talsvert hefur verið rætt um mengun sem frá flugeldum stafar. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, formaður starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um flugeldamál segir óviðunandi að svifryksmengun fari reglulega yfir heilsuverndarmörk um áramótin. Tillögur um takmörkun á notkun flugelda liggja fyrir í byrjun næsta árs. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fjallað nokkuð um þennan flöt máls. Jón Ingi segir það auðvitað svo að björgunarsveitarfólk geri sér grein fyrir því að flugeldar mengi. Auðvelt sé að pönkast á flugeldunum í tali um mengun en Jón Ingi telur þá umræðu heldur villandi.visir/vilhelm „En það er stundum verið að kenna flugeldum um meiri mengun og hin og þessi efni. Ók. Ef við bönnum flugelda þá verður þetta mikla magn sem fer í loftið á þessum klukkutímum, stendur yfir tvo til þrjá tíma yfir blánóttina en hvað ætlar fólk að gera hina dagana. Í desember hefur verið mjög há svifryksmengun,“ segir Jón Ingi, með eða án flugelda. Hann segir flugeldana vera hálfgildings blóraböggla. „Það er svo auðvelt að pönkast í þeim. Menn eru alltaf að vitna í tölur sem hafa komið einu sinni á mælingarferlinu hérna heima, fyrir tveimur frekar en þremur árum, í logni í Reykjavík. Lognið á lögheimili á Dalvík eins og allir vita. Ef þú skoðar þetta aftur í tímann þá kemur punktur, flugeldar skapa svifrik en þeir verða ekki svona háir í venjulegu veðri.“ Flugeldasalan eflir samstöðuna Að sögn Jóns Inga eflir hin hefðbundna flugeldasala stemmingu og samstöðu innan björgunarsveitanna. Hann segir þær samsettar úr mörgum hópum sem eru sérhæfðir í hinu og þessu. „En þarna hittast allir. Þetta skiptir okkur miklu máli í öllu starfinu. Þú hittir fólk, eldri félagar mæta… það er hluti af kúltúrnum okkar að standa í þessu. Við Íslendingar erum átaksfólk og flugeldavertíðin er afskaplega snörp.“ Jón Ingi segir hina hefðbundnu flugeldasölu efla samstöðu og einhug innan björgunarsveitanna.visir/vilhelm Talsverður hiti og jafnvel heift sprettur árlega fram í garð annarra þeirra en björgunarsveitanna sem vilja höndla með flugelda. Jón Ingi segir minnstur hitinn í sér og sínu fólki. „Hitinn er oft meiri í almenningi. Þetta er samkeppni og við reynum að gera okkar besta. Við lítum þannig á þetta. Við vildum alls ekki vera í einokun í þessu. Hún er aldrei af hinu góða.“ Jón Ingi segir þessa starfsemi hafa verið að dragast saman hjá íþróttafélögunum bæði því það sé talsvert vinna að standa í þessu og svo sé erfitt að fá fólk í sjálfboðavinnu. „Þetta eru því meira og minna einkafyrirtæki sem eftir standa og þau eru fá og hafa verið að hætta sennilega af því að erfitt er að finna húsnæði undir þetta og skaffa mannskap. Okkar fólkið okkar tekur sér frí úr vinnu í þetta. Tveir síðustu dagarnir fyrir áramótin eru virkir, mánudagur og þriðjudagur, og fólk er búið að geyma sumarfríið sitt í þessa tvo daga. Fólkið gefur vinnuna sína í aðgerðir allt árið og í þetta.“ Svona virka Íslendingar Jón Ingi segir ekki marga gera sér grein fyrir því að fólkið í björgunarsveitunum sé að leggja verulega mikið í þetta. Þannig sé að það fái vissulega þjálfun fría og staðalbúnað í hana. „En það fær ekkert skaffað frá sveitinni. Þú færð lánað til að byrja með sem nýliði en svo þarft að kaupa þinn búnað sjálfur; einkennisfatnað sem þú getur bara notað í björgunarsveitarstörf.“ Fjölmargir telja flugeldana ómissandi til að lyfta sinni sál í skammdeginu.visir/vilhelm Að sögn Jóns Inga verða útlendingarnir alltaf jafn hissa þegar þeir heyra af þessu. „Þeir skilja ekki hvergi við Íslendingar virkum. Þeir eru vanir því að herinn sé kallaður út, en við höfum sem betur fer ekkert svoleiðis. Björgunarsveitirnar á Íslandi eru fyrir Íslendinga og það er hinn almenni Íslendingur sem heldur þeim uppi. Fólkið í landinu og hvernig sem það styrkir okkur; eru bakhjarlar, kaupa neyðarkall eða flugelda. Styrkir frá ríkinu til starfseminnar eru ekki nema til að standa undir sex til sjö prósentum.“ Einhver þarf að sinna þessu Kannski er það undirliggjandi í hinu mikla og jákvæða viðhorfi almennings til björgunarsveitanna án þess að fólk kannski leiði að því hugann beinlínis. „Og svo njótum við velvildar fólks sem hefur þurft á okkur að halda. Margir halda að björgunarsveit sé bara til að fara uppá fjöll. Bara til að bjarga túristum. En við sjáum slagkraftinn eins og fyrir norðan núna. Þar er svæði sem fer á hliðina og þá er sendur mannskapur á staðinn. Varla er byggt ból á Íslandi hvar fimmtíu manns eða fleiri búa að þar sé ekki björgunarsveit. Þetta er vissulega lífsstíll en svo er staðreyndin einfaldlega sú að það þarf einhver að vera í þessu.“ Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Björgunarsveitirnar eru nú í óða önn við að undirbúa flugeldasöluna sem hefst á morgun. Búið er að rífa út úr gámum og verið að dreifa flugeldum, blysum, kökum og stjörnuljósum á útsölustaði um land allt. Jón Ingi Sigvaldason markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, hefur ekki áhyggjur af veðurspá sem er ekkert sérlega góð fyrir áramótin. Samkvæmt spá eins og hún er nú má búast við ausandi rigningu og þó nokkrum vindi. „Ekki í fyrsta skipti sem við sjáum svona spá. En það rætist alltaf úr þessu. Það getur verið skítleiðinlegt veður en klukkan 11 fer að hægjast og létta til og svo verður þetta bara æðislegt. Kristalskúlan mín segir að svo verði einnig þessi ármótin,“ segir Jón Ingi eldhress. „Eða eins og maður segir við útlendingana, bíddu í fimm mínútur og þá breytist veðrið. Það verður alltaf betra akkúrat um áramótin. Eins og veðurguðirnir hafi skilning á þessu og séu með okkur í liði. Ætli þeir hafi ekki bara gaman að þessu líka.“ Björgunarsveitarmenn hafa ekki, fremur en aðrir landsmenn, farið varhluta af umræðu um hugmyndir sem ganga út á að banna flugelda. Þá meðal annars vegna mengunar. Ferðaþjónustan græðir meira á skotgleðinni Jón Ingi er ekki viss um að fólk hafi hugsað þá hugsun til enda. „Sko, flugeldasalan er bakbeinið í okkar fjáröflun. Það myndi koma mjög illa niður á okkur og þar með almannavarnakerfinu í landinu,“ segir Jón Ingi. En, honum er ekki í mun að teikna sig upp sem ákafan talsmaður flugelda, ekki í sjálfu sér. Jón Ingi telur það víst að ferðaþjónustan hagnist meira á skotgleði landsmanna en björgunarsveitirnar, ef allt er talið.visir/vilhelm „Eins og ég hef sagt áður; ef við gætum selt gallabuxur í fjóra daga og fjármagnað okkur þannig myndum við áreiðanlega gera það. Þær væri talsvert auðveldara að flytja það inn. Þetta snýst um fjármögnun. Jón Ingi telur það víst að björgunarsveitirnar séu ábyggilega ekki hópurinn sem ber mest úr bítum vegna flugeldaglaðra landsmanna. „Það er klárlega ferðaþjónustan. Túristar koma í miklum mæli til að vera um áramót hjá okkur. Ég er ekkert viss um að fólk kæmi annars, ef ekki væri fyrir flugeldana. Þetta er sá tími sem er einna erfiðastur veðurfarslega. Áramót á Íslandi yrðu skrítin án flugelda. Ég held að flestum myndi finnast það. Án þeirra yrðu þau bara eins og hver annar þriðjudagur að vetrarlagi, dimmt úti og við í myrkri hér lengst úti í Ballarhafi.“ Flugeldarnir sem blórabögglar Talsvert hefur verið rætt um mengun sem frá flugeldum stafar. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, formaður starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um flugeldamál segir óviðunandi að svifryksmengun fari reglulega yfir heilsuverndarmörk um áramótin. Tillögur um takmörkun á notkun flugelda liggja fyrir í byrjun næsta árs. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fjallað nokkuð um þennan flöt máls. Jón Ingi segir það auðvitað svo að björgunarsveitarfólk geri sér grein fyrir því að flugeldar mengi. Auðvelt sé að pönkast á flugeldunum í tali um mengun en Jón Ingi telur þá umræðu heldur villandi.visir/vilhelm „En það er stundum verið að kenna flugeldum um meiri mengun og hin og þessi efni. Ók. Ef við bönnum flugelda þá verður þetta mikla magn sem fer í loftið á þessum klukkutímum, stendur yfir tvo til þrjá tíma yfir blánóttina en hvað ætlar fólk að gera hina dagana. Í desember hefur verið mjög há svifryksmengun,“ segir Jón Ingi, með eða án flugelda. Hann segir flugeldana vera hálfgildings blóraböggla. „Það er svo auðvelt að pönkast í þeim. Menn eru alltaf að vitna í tölur sem hafa komið einu sinni á mælingarferlinu hérna heima, fyrir tveimur frekar en þremur árum, í logni í Reykjavík. Lognið á lögheimili á Dalvík eins og allir vita. Ef þú skoðar þetta aftur í tímann þá kemur punktur, flugeldar skapa svifrik en þeir verða ekki svona háir í venjulegu veðri.“ Flugeldasalan eflir samstöðuna Að sögn Jóns Inga eflir hin hefðbundna flugeldasala stemmingu og samstöðu innan björgunarsveitanna. Hann segir þær samsettar úr mörgum hópum sem eru sérhæfðir í hinu og þessu. „En þarna hittast allir. Þetta skiptir okkur miklu máli í öllu starfinu. Þú hittir fólk, eldri félagar mæta… það er hluti af kúltúrnum okkar að standa í þessu. Við Íslendingar erum átaksfólk og flugeldavertíðin er afskaplega snörp.“ Jón Ingi segir hina hefðbundnu flugeldasölu efla samstöðu og einhug innan björgunarsveitanna.visir/vilhelm Talsverður hiti og jafnvel heift sprettur árlega fram í garð annarra þeirra en björgunarsveitanna sem vilja höndla með flugelda. Jón Ingi segir minnstur hitinn í sér og sínu fólki. „Hitinn er oft meiri í almenningi. Þetta er samkeppni og við reynum að gera okkar besta. Við lítum þannig á þetta. Við vildum alls ekki vera í einokun í þessu. Hún er aldrei af hinu góða.“ Jón Ingi segir þessa starfsemi hafa verið að dragast saman hjá íþróttafélögunum bæði því það sé talsvert vinna að standa í þessu og svo sé erfitt að fá fólk í sjálfboðavinnu. „Þetta eru því meira og minna einkafyrirtæki sem eftir standa og þau eru fá og hafa verið að hætta sennilega af því að erfitt er að finna húsnæði undir þetta og skaffa mannskap. Okkar fólkið okkar tekur sér frí úr vinnu í þetta. Tveir síðustu dagarnir fyrir áramótin eru virkir, mánudagur og þriðjudagur, og fólk er búið að geyma sumarfríið sitt í þessa tvo daga. Fólkið gefur vinnuna sína í aðgerðir allt árið og í þetta.“ Svona virka Íslendingar Jón Ingi segir ekki marga gera sér grein fyrir því að fólkið í björgunarsveitunum sé að leggja verulega mikið í þetta. Þannig sé að það fái vissulega þjálfun fría og staðalbúnað í hana. „En það fær ekkert skaffað frá sveitinni. Þú færð lánað til að byrja með sem nýliði en svo þarft að kaupa þinn búnað sjálfur; einkennisfatnað sem þú getur bara notað í björgunarsveitarstörf.“ Fjölmargir telja flugeldana ómissandi til að lyfta sinni sál í skammdeginu.visir/vilhelm Að sögn Jóns Inga verða útlendingarnir alltaf jafn hissa þegar þeir heyra af þessu. „Þeir skilja ekki hvergi við Íslendingar virkum. Þeir eru vanir því að herinn sé kallaður út, en við höfum sem betur fer ekkert svoleiðis. Björgunarsveitirnar á Íslandi eru fyrir Íslendinga og það er hinn almenni Íslendingur sem heldur þeim uppi. Fólkið í landinu og hvernig sem það styrkir okkur; eru bakhjarlar, kaupa neyðarkall eða flugelda. Styrkir frá ríkinu til starfseminnar eru ekki nema til að standa undir sex til sjö prósentum.“ Einhver þarf að sinna þessu Kannski er það undirliggjandi í hinu mikla og jákvæða viðhorfi almennings til björgunarsveitanna án þess að fólk kannski leiði að því hugann beinlínis. „Og svo njótum við velvildar fólks sem hefur þurft á okkur að halda. Margir halda að björgunarsveit sé bara til að fara uppá fjöll. Bara til að bjarga túristum. En við sjáum slagkraftinn eins og fyrir norðan núna. Þar er svæði sem fer á hliðina og þá er sendur mannskapur á staðinn. Varla er byggt ból á Íslandi hvar fimmtíu manns eða fleiri búa að þar sé ekki björgunarsveit. Þetta er vissulega lífsstíll en svo er staðreyndin einfaldlega sú að það þarf einhver að vera í þessu.“
Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira