Getur misst aleiguna á einungis örfáum mínútum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2019 20:00 Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira