Álitamál hversu langt á að ganga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 21:30 Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira