Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 15:15 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum. Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum.
Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira