„Góðhjartaður“ þjófur hringdi í móður eftir að hann stal ösku sonar hennar Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 20:10 Foreldrar Dennis Bebnarz vildu dreifa ösku hans á björtum og hlýjum stað. Kýpur varð fyrir valinu. Vísir/GETTY Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga. Kýpur Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga.
Kýpur Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira