Stuðningsmenn ensku liðanna fá mögulega að hvetja og fagna í gegnum hátalarakerfi tómra leikvanga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 09:30 Það er miklu betra en ekkert að fá þó að minnsta kosti tækifæri til að taka einhvern þátt í leikjunum þótt að þú sért heima í stofu að horfa. Hér má sjá stuðningsmenn toppliðs Liverpool. Getty/Nick Taylor Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira