Einmanaleiki Arnar Sveinn Geirsson skrifar 6. maí 2020 08:00 Þann 16. mars skall á samkomubann og ég, eins og eflaust flestir aðrir, hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi í raun og veru. Til að byrja með hafði þetta lítil áhrif á mig og blessunarlega hafa allir verið hraustir í kringum mig. Tíminn leið og dögunum í samkomubanni fjölgaði – ég vildi standa mína plikt og fara eftir þeim reglum sem settar voru og því hitti maður ekki marga. Sennilega var mest spennandi tími dagsins eflaust í grænmetisdeildinni í Krónunni úti á Granda þar sem ég hitti annað fólk og jafnvel kannaðist maður við einhvern. En eftir því sem dögunum fjölgaði í þessu ástandi fór ég að finna fyrir tilfinningu. Tilfinningu sem ég kannaðist við, en var samt ekki viss síðan hvenær. Tilfinningin sem ég fann fyrir var einmanaleiki. Hún læddist aftan að mér og á örfáum dögum var hún orðin ansi fyrirferðamikil – og þá mundi ég, mér til mikillar skelfingar, hvenær ég fann þessa tilfinningu svona sterkt síðast. Einmanaleiki er tilfinning sem flestir kannast við, en fæstir vilja viðurkenna eða tala um og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er það ákveðið tabú að vera einmana eða að finna fyrir einmanaleika í samfélagi sem keyrir áfram á ljóshraða með samfélagsmiðla sem sýna okkur hverju við erum að missa af og hvað við erum ekki að gera. Við skömmumst okkar oftar en ekki fyrir að finna fyrir einmanaleika - okkur líður eins og fólki líki ekki við okkur eða að það sé eitthvað að okkur. Ef við erum einmana hlýtur það að þýða að við eigum ekki nógu marga að eða líf okkar sé ekki nægilega spennandi. Það gerir það svo að verkum að við eigum erfitt með að viðurkenna það fyrir öðrum og jafnvel fyrir okkur sjálfum. Í öðru lagi er einmanaleiki oftast ósýnilegur. Birtingarmynd einmanaleika er ekki endilega manneskjan sem situr ein úti í horni í afmælisveislunni, heldur getum við einmitt verið ofboðslega einmana jafnvel þó að við séum umkringd fólki sem elskar okkur og vill allt fyrir okkur gera. Í byrjun árs 2018 lenti ég á vegg. Vegg sem ég, í fyrsta skipti, náði ekki að brjóta niður. Allt í einu virkaði ekki að fara að sofa leiður og brotinn og vakna glaður. Allt í einu gat ég ekki haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Allt í einu þurfti ég að horfast í augu við það að manneskjan sem ég hafði keppst við að vera væri ekki raunveruleg. Og það var það sem ég gerði. Ég hélt ekki áfram og horfðist í augu við óttann minn og bauð honum með í ferðalag. Ferðalagið mitt. Á þessu ferðalagi síðustu tvö ár hef ég gengið í gegnum ýmislegt - mætt ýmsum hindrunum á leiðinni, farið á staði sem ég áður taldi hættulega en á móti hefur stöðunum fjölgað þar sem útsýnið er fallegt og sólin skín. Ferðalagið hefur sannarlega víkkað sjóndeildarhringinn minn; fært mig nær sjálfum mér og öðrum, leyft mér að elska á annan hátt en áður – bæði sjálfan mig og aðra, en það sem ferðalagið hefur kannski kennt mér einna helst er að þekkja þær mörgu tilfinningar sem ég finn fyrir á hverjum degi. Kennt mér að átta mig á því hvernig mér líður. Hvaða tilfinningar ég er að upplifa og af hverju. Ég fann þessa tilfinningu síðast svona sterkt eftir að mamma dó þrátt fyrir að þá hafi fólkið í kringum mig örugglega aldrei haldið jafn þétt utan um mig og gefið mér jafn mikla ást og umhyggju. En þá var ég með allt lokað. Þá dró ég mig til baka, setti upp gleðigrímuna og lét eins og allt væri í lagi. Svipað og ég gerði núna þegar samkomubannið skall á. Ytri aðstæður þvinguðu mig í að finna fyrir söknuði og einmanaleika, tilfinningar sem ég hef reynt að forðast af öllum mætti, og ég fór aftur í gamalt hjólfar. Ég hætti að rækta tengslin mín, skammaðist mín fyrir það og skammaðist mín fyrir það hvernig mér leið. Ég skammaðist mín eflaust enn frekar af því að ég bauð öllum sem vildu með þegar ég fór af stað í ferðalagið mitt. Ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig að vera ekki kominn lengra en þetta. Að ég gæti virkilega ekki höndlað hlutina betur en þetta. En fljótlega komst ég upp úr hjólfarinu og sá hlutina skýrar en nokkru sinni fyrr. Ég og mamma vorum alveg ofboðslega góðir vinir og einmanaleikinn sem ég fann fyrir eftir að mamma dó var vegna þess að það allt í einu vantaði alveg ofboðslega mikið inn í líf mitt – þrátt fyrir að vera umkringdur fólki sem elskaði mig og sem ég elskaði, alveg eins og núna. En það sem ég gerði núna, eins og ég gerði þá, var að ég hætti að leyfa mér að líða. Ég hætti að leyfa tilfinningunum að koma og ætlaði að þvinga mig í að vera glaður, að sakna ekki, að vera ekki einmana – og það eina sem það gerir er að það magnar þær bara enn frekar. Þegar ég komst upp úr hjólfarinu áttaði ég mig á því að ég mun alltaf eiga erfitt með það að finna fyrir söknuði og einmanaleika. Þá áttaði ég mig á því að ég væri mannlegur. Þá áttaði ég mig á því hvað ég væri raunverulega kominn langt. Þetta minnti mig aftur á það að ferðalagið mitt endar ekki einhvers staðar og að ég vil ekki að það endi einhvers staðar. Að ég er ekki að leita að einhverri niðurstöðu eða endalausri hamingju. Þetta minnti mig á að lífið er ferli og að ég ætli að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að gefa mér, og fólkinu í kringum mig, leyfi til þess að líða. Hvernig sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Samkomubann á Íslandi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. mars skall á samkomubann og ég, eins og eflaust flestir aðrir, hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi í raun og veru. Til að byrja með hafði þetta lítil áhrif á mig og blessunarlega hafa allir verið hraustir í kringum mig. Tíminn leið og dögunum í samkomubanni fjölgaði – ég vildi standa mína plikt og fara eftir þeim reglum sem settar voru og því hitti maður ekki marga. Sennilega var mest spennandi tími dagsins eflaust í grænmetisdeildinni í Krónunni úti á Granda þar sem ég hitti annað fólk og jafnvel kannaðist maður við einhvern. En eftir því sem dögunum fjölgaði í þessu ástandi fór ég að finna fyrir tilfinningu. Tilfinningu sem ég kannaðist við, en var samt ekki viss síðan hvenær. Tilfinningin sem ég fann fyrir var einmanaleiki. Hún læddist aftan að mér og á örfáum dögum var hún orðin ansi fyrirferðamikil – og þá mundi ég, mér til mikillar skelfingar, hvenær ég fann þessa tilfinningu svona sterkt síðast. Einmanaleiki er tilfinning sem flestir kannast við, en fæstir vilja viðurkenna eða tala um og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er það ákveðið tabú að vera einmana eða að finna fyrir einmanaleika í samfélagi sem keyrir áfram á ljóshraða með samfélagsmiðla sem sýna okkur hverju við erum að missa af og hvað við erum ekki að gera. Við skömmumst okkar oftar en ekki fyrir að finna fyrir einmanaleika - okkur líður eins og fólki líki ekki við okkur eða að það sé eitthvað að okkur. Ef við erum einmana hlýtur það að þýða að við eigum ekki nógu marga að eða líf okkar sé ekki nægilega spennandi. Það gerir það svo að verkum að við eigum erfitt með að viðurkenna það fyrir öðrum og jafnvel fyrir okkur sjálfum. Í öðru lagi er einmanaleiki oftast ósýnilegur. Birtingarmynd einmanaleika er ekki endilega manneskjan sem situr ein úti í horni í afmælisveislunni, heldur getum við einmitt verið ofboðslega einmana jafnvel þó að við séum umkringd fólki sem elskar okkur og vill allt fyrir okkur gera. Í byrjun árs 2018 lenti ég á vegg. Vegg sem ég, í fyrsta skipti, náði ekki að brjóta niður. Allt í einu virkaði ekki að fara að sofa leiður og brotinn og vakna glaður. Allt í einu gat ég ekki haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Allt í einu þurfti ég að horfast í augu við það að manneskjan sem ég hafði keppst við að vera væri ekki raunveruleg. Og það var það sem ég gerði. Ég hélt ekki áfram og horfðist í augu við óttann minn og bauð honum með í ferðalag. Ferðalagið mitt. Á þessu ferðalagi síðustu tvö ár hef ég gengið í gegnum ýmislegt - mætt ýmsum hindrunum á leiðinni, farið á staði sem ég áður taldi hættulega en á móti hefur stöðunum fjölgað þar sem útsýnið er fallegt og sólin skín. Ferðalagið hefur sannarlega víkkað sjóndeildarhringinn minn; fært mig nær sjálfum mér og öðrum, leyft mér að elska á annan hátt en áður – bæði sjálfan mig og aðra, en það sem ferðalagið hefur kannski kennt mér einna helst er að þekkja þær mörgu tilfinningar sem ég finn fyrir á hverjum degi. Kennt mér að átta mig á því hvernig mér líður. Hvaða tilfinningar ég er að upplifa og af hverju. Ég fann þessa tilfinningu síðast svona sterkt eftir að mamma dó þrátt fyrir að þá hafi fólkið í kringum mig örugglega aldrei haldið jafn þétt utan um mig og gefið mér jafn mikla ást og umhyggju. En þá var ég með allt lokað. Þá dró ég mig til baka, setti upp gleðigrímuna og lét eins og allt væri í lagi. Svipað og ég gerði núna þegar samkomubannið skall á. Ytri aðstæður þvinguðu mig í að finna fyrir söknuði og einmanaleika, tilfinningar sem ég hef reynt að forðast af öllum mætti, og ég fór aftur í gamalt hjólfar. Ég hætti að rækta tengslin mín, skammaðist mín fyrir það og skammaðist mín fyrir það hvernig mér leið. Ég skammaðist mín eflaust enn frekar af því að ég bauð öllum sem vildu með þegar ég fór af stað í ferðalagið mitt. Ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig að vera ekki kominn lengra en þetta. Að ég gæti virkilega ekki höndlað hlutina betur en þetta. En fljótlega komst ég upp úr hjólfarinu og sá hlutina skýrar en nokkru sinni fyrr. Ég og mamma vorum alveg ofboðslega góðir vinir og einmanaleikinn sem ég fann fyrir eftir að mamma dó var vegna þess að það allt í einu vantaði alveg ofboðslega mikið inn í líf mitt – þrátt fyrir að vera umkringdur fólki sem elskaði mig og sem ég elskaði, alveg eins og núna. En það sem ég gerði núna, eins og ég gerði þá, var að ég hætti að leyfa mér að líða. Ég hætti að leyfa tilfinningunum að koma og ætlaði að þvinga mig í að vera glaður, að sakna ekki, að vera ekki einmana – og það eina sem það gerir er að það magnar þær bara enn frekar. Þegar ég komst upp úr hjólfarinu áttaði ég mig á því að ég mun alltaf eiga erfitt með það að finna fyrir söknuði og einmanaleika. Þá áttaði ég mig á því að ég væri mannlegur. Þá áttaði ég mig á því hvað ég væri raunverulega kominn langt. Þetta minnti mig aftur á það að ferðalagið mitt endar ekki einhvers staðar og að ég vil ekki að það endi einhvers staðar. Að ég er ekki að leita að einhverri niðurstöðu eða endalausri hamingju. Þetta minnti mig á að lífið er ferli og að ég ætli að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að gefa mér, og fólkinu í kringum mig, leyfi til þess að líða. Hvernig sem er.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun