Florian Schneider stofnmeðlimur Kraftwerk látinn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. maí 2020 16:43 Stofnmeðlimir Kraftwerk, Ralf Hütter og Florian Schneider, sem voru jafnframt helstu lagasmiðir sveitarinnar. Getty/Franck/Kraftwerk Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex) Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex)
Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira