Verslunarmenn hafa aldrei séð annað eins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. maí 2020 07:00 Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira