Verslun

Fréttamynd

Jóna Dóra til Hag­kaups

Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis-og birgðastjóri Hagkaups. Meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups. Vöruflæðis- og birgðastjóri starfar þvert á deildir fyrirtækisins. Hún hefur þegar hafið störf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verð tekur stökk upp á við

Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði.

Neytendur
Fréttamynd

Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein

Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festar tóku vel í upp­gjör Festi

Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur
Fréttamynd

Mayoral til Ís­lands

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pá­lína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum

Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra.

Innlent
Fréttamynd

Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl

Það var allt í blóma á opnun blómabúðarinnar Hæ blóm síðastliðinn föstudag. Hjónin Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eigendur búðarinnar hafa unnið hörðum höndum við að gera og græja og eru í skýjunum með viðtökurnar.

Lífið
Fréttamynd

Sam­kaup verð­metið á yfir níu milljarða í hluta­fjáraukningu verslunar­keðjunnar

Samkaup freistar þess núna að sækja sér aukið fjármagn frá núverandi hluthöfum en miðað við áskriftargengið í yfirstandandi hlutafjáraukningu, sem á að klárast í vikunni, er hlutafjárvirði verslunarsamsteypunnar talið vera ríflega níu milljarðar króna. Félagið skilaði talsverðu tapi á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi rekstraraðstæðum en mikil samlegðaráhrif eru áætluð með boðuðum samruna Samkaupa og Heimkaupa.

Innherji
Fréttamynd

Hvar er opið um ára­mótin?

Gamlársdagur er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa síðasta hráefnið í áramótakokteilinn eða síðustu flugeldatertuna. Verslanarekendur víða gefa starfsfólki sínu frí á nýársdag, en fréttastofa tók saman hvar er opið yfir áramótin og hve lengi. 

Innlent
Fréttamynd

Árið sem hófst og lauk

Verslunin er blómleg um þessar mundir. Sparnaður heimila virðist hafa farið vaxandi, væntanlega á kostnað einkaneyslu, en íslenski neytandinn er þó þrautseigur. Gera verður ráð fyrir að rekstrarhagræðing hafi verið mörgum atvinnurekandanum ofarlega í huga á árinu.

Umræðan
Fréttamynd

Jóla­gjafirnar í ár hittu beint í mark

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups furðar sig á heim­sókn lög­reglu

Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð.

Innlent
Fréttamynd

Skilaréttur neyt­enda ríkari ef varan er keypt á netinu

Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Sam­tök verslunar og þjónustu vita betur

Í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins birtist grein eftir háskólalektorinn Kristin Má Reynisson en hann er jafnframt lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Í grein Kristins birtast skoðanir hans um alþjóðleg viðskipti og gengur hann svo langt að fullyrða að íslensk stjórnvöld viti betur en geri annað þegar að tollamálum kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Standa vörð um bíla­stæði við­skipta­vina Kringlunnar

Þeir sem hafa átt leið í Kringluna fyrir opnun verslana í vikunni hafa orðið varir við unga og vaska verði sem inna þá eftir erindi sínu. Þar eru á ferðinni bílastæðaverðir sem passa upp á að hundruð starfsmanna Kringlunnar leggi ekki í stæði viðskiptavina í mestu jólaösinni.

Viðskipti innlent