Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 15:00 Michael Jordan og Kobe Bryant í leik Chicago Bulls og Los Angeles Lakers í febrúar 1998. Getty/Andrew D. Bernstein Það verður eflaust allt morandi í sögum af Michael Jordan á bak við tjöldin eftir sýningu „The Last Dance“ þátta sunnudagsins og sögurnar eru þegar byrjaðar að leka út. Áhugaverðasta frétt dagsins snýr að Horace Grant og hversu harður Michael Jordan var við hann á sínum tíma. Michael Jordan hafði áhyggjur af því fyrir sýningar á heimildarþáttaröðinni að eftir að fólk hefði séð „The Last Dance“ að fólk myndi það halda að hann væri hræðilegur náungi. Næstu þættir, númer sjö og átta, eru þeir eldfimustu af „The Last Dance“ ef marka má orð leikstjórans Jason Hehir en hann sagði hafa verið mjög hissa á því að Michael Jordan hafi samþykkt þá báða. Michael Jordan would reportedly not let Horace Grant eat after he had bad games. Story: https://t.co/4xncT6G4Be pic.twitter.com/osCwgAeQtv— Complex Sports (@ComplexSports) May 7, 2020 Sam Smith, fjallaði lengi um Chicago Bulls liðið og skrifaði líka bókina frægu Jordan Rules, sem var fyrsta „sönnum“ þess hvernig Michael Jordan lét á bak við tjöldin. Michael Jordan hélt því fram að Horace Grant hefði lekið öllum þessum sögum af Chicago Bulls liðsins í höfundinn og það styðja vissulega ný ummæli frá Sam Smith. Sam Smith sagði þá frá því hvað Michael Jordan gerði við Horace Grant þegar Horace hafði átt slaka leiki. „Leikmenn hafa komið til mín í gegnum árin og sagt: Veistu hvað hann gerði? Hann tók matinn af Horace [Grant] í flugvélinni af því að Horace átti slakan leik. [Michael] sagði flugfreyjunni: Ekki gefa honum að borða því hann á ekki skilað að fá mat, sagði Sam Smith í hlaðvarpsþætti Tolbert, Krueger og Brooks á KNBR. According to "The Jordan Rules" author, Sam Smith, MJ wouldn t let Horace Grant eat on the team plane if he had a lousy game https://t.co/qIs3XtCY2P— Sports Illustrated (@SInow) May 8, 2020 Horace Grant var bara með Chicago Bulls í fyrri þremur titlunum því hann samdi við Orlando Magic árið 1994. Á sjö tímabilum með Chicago Bulls var Horace Grant með 12,6 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í leik en hann var líka með yfir einn stolinn bolta og yfir eitt varið skot í leik. Horace Grant spilaði alls í sautján ár í NBA-deildinni og auk titlanna þriggja með Chicago Bulls þá varð hann einnig NBA meistari með Los Angeles Lakers árið 2001. Hann komst í vara-varnarlið ársins fjögur ár í röð frá 1993 til 1996. NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Það verður eflaust allt morandi í sögum af Michael Jordan á bak við tjöldin eftir sýningu „The Last Dance“ þátta sunnudagsins og sögurnar eru þegar byrjaðar að leka út. Áhugaverðasta frétt dagsins snýr að Horace Grant og hversu harður Michael Jordan var við hann á sínum tíma. Michael Jordan hafði áhyggjur af því fyrir sýningar á heimildarþáttaröðinni að eftir að fólk hefði séð „The Last Dance“ að fólk myndi það halda að hann væri hræðilegur náungi. Næstu þættir, númer sjö og átta, eru þeir eldfimustu af „The Last Dance“ ef marka má orð leikstjórans Jason Hehir en hann sagði hafa verið mjög hissa á því að Michael Jordan hafi samþykkt þá báða. Michael Jordan would reportedly not let Horace Grant eat after he had bad games. Story: https://t.co/4xncT6G4Be pic.twitter.com/osCwgAeQtv— Complex Sports (@ComplexSports) May 7, 2020 Sam Smith, fjallaði lengi um Chicago Bulls liðið og skrifaði líka bókina frægu Jordan Rules, sem var fyrsta „sönnum“ þess hvernig Michael Jordan lét á bak við tjöldin. Michael Jordan hélt því fram að Horace Grant hefði lekið öllum þessum sögum af Chicago Bulls liðsins í höfundinn og það styðja vissulega ný ummæli frá Sam Smith. Sam Smith sagði þá frá því hvað Michael Jordan gerði við Horace Grant þegar Horace hafði átt slaka leiki. „Leikmenn hafa komið til mín í gegnum árin og sagt: Veistu hvað hann gerði? Hann tók matinn af Horace [Grant] í flugvélinni af því að Horace átti slakan leik. [Michael] sagði flugfreyjunni: Ekki gefa honum að borða því hann á ekki skilað að fá mat, sagði Sam Smith í hlaðvarpsþætti Tolbert, Krueger og Brooks á KNBR. According to "The Jordan Rules" author, Sam Smith, MJ wouldn t let Horace Grant eat on the team plane if he had a lousy game https://t.co/qIs3XtCY2P— Sports Illustrated (@SInow) May 8, 2020 Horace Grant var bara með Chicago Bulls í fyrri þremur titlunum því hann samdi við Orlando Magic árið 1994. Á sjö tímabilum með Chicago Bulls var Horace Grant með 12,6 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í leik en hann var líka með yfir einn stolinn bolta og yfir eitt varið skot í leik. Horace Grant spilaði alls í sautján ár í NBA-deildinni og auk titlanna þriggja með Chicago Bulls þá varð hann einnig NBA meistari með Los Angeles Lakers árið 2001. Hann komst í vara-varnarlið ársins fjögur ár í röð frá 1993 til 1996.
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira