Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2020 19:45 Stöð 2/Sigurjón Fjármálaráðherra telur eðlilegt að fyrirtæki sem nýti stuðning stjórnvalda á uppsagnartímabili starfsmanna skili þeim fjámunum til baka þegar betur fer að ára. Fyrirtæki sem dreifi peningum til hluthafa reki rýting í samstöðuna með því að nýta sér stuðning stjórnvalda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hlutabótaleiðina fyrst og fremst hafa verið hugsaða til að verja ráðningasamband starfsmanna og fyrirtækja tímabundið og það hafi gengið eftir. Í lögunum séu heimildir til að ganga á eftir rökstuðningi fyrirtækja fyrir að nýta þessa leið. Hann reikni ekki með að skattframtöl þeirra allra verði skoðuð til að staðfesta þörfina. Leiðtogar stjórnarflokkanna kynna efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé eitthvað sem við ættum kannski miklu frekar að taka til skoðunar varðandi stuðning á uppsagnarfresti. Að fyrirtæki sem eiga von á slíkum stuðningi vegna uppsagna á starfsfólki að þau geti ekki átt væntingar um að hirða til sín allan ávinninginn af þessari aðstoð stjórnvalda. Það er í smíðum einmitt núna að skoða slík tilvik,” segir Bjarni. Hlutabótaleiðin hafi hins vegar alls ekki verið hugsuð fyrir stöndug fyrirtæki sem greiði hluthöfum arð. „Þau eru að reka rýting í í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,” segir Bjarni. Það þurfi hins vegar ekki að vera óeðlilegt að öflug fyrirtæki sem missi bróðurpart tekna sinna tímabundið og ekki greiða arð nýti þessa leið. Icelandair hefur bæði nýtt sér hlutabótaleiðina og sagt upp starfsfólki og fær styrk til að greiða uppsagnarfresti.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að koma Icelandair til aðstoðar umfram almennu aðgerðirnar. Þar komi ýmsar leiðir til greina. Jafnvel að ríkið kaupi hlut í félaginu. það sé þó sísti kosturinn að hans mati. En fyrst þurfi Icelandair að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins með núverandi og jafnvel nýjum hluthöfum. „Ég myndi vilja segja í framhaldi sem við vorum að tala um. Ef Icelandair nýtir sér ríkulega þennan stuðning á uppsagnarfresti finnst mér að við ættum að skoða að smíða það úrræði þannig að þeir muni skila þeim stuðningi til baka ef þeir eru komnir í hagnað innan einhverra ára, þriggja til fimm ára eða eitthvað slíkt. Það finnst mér mjög eðlilegt,” segir fjármálaráðherra. Upp á framtíð Icelandair skipti mestu að verja leiðarkerfi fyrirtækisins sem hafi lagt grunninn að ferðaþjónustunni og að áfram verði til staðar fyrirtæki sem byggi á norðuratlantshafsflugi með Keflavík sem miðstöð. „Það er sú staða fyrst og fremst sem við erum að hugsa um að verja. Við erum ekkert að hugsa um hag hluthafanna eða annarra kröfuhafa í Icelandair. Það er í sjálfu sér algert aukaatriði.” Ef stjórnvöld geti stigið inn án of mikillar áhættu fyrir skattgreiðendur eigi þau að gera það. „Vegna þess að það getur tekið óskaplega langan tíma að byggja þetta upp og hagkerfið allt fer í dýpri niðursveiflu ef þetta glutrast allt niður. Vonandi eru himnarnir að fara að opnast sem fyrst aftur,” segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. 8. maí 2020 14:10 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Fjármálaráðherra telur eðlilegt að fyrirtæki sem nýti stuðning stjórnvalda á uppsagnartímabili starfsmanna skili þeim fjámunum til baka þegar betur fer að ára. Fyrirtæki sem dreifi peningum til hluthafa reki rýting í samstöðuna með því að nýta sér stuðning stjórnvalda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hlutabótaleiðina fyrst og fremst hafa verið hugsaða til að verja ráðningasamband starfsmanna og fyrirtækja tímabundið og það hafi gengið eftir. Í lögunum séu heimildir til að ganga á eftir rökstuðningi fyrirtækja fyrir að nýta þessa leið. Hann reikni ekki með að skattframtöl þeirra allra verði skoðuð til að staðfesta þörfina. Leiðtogar stjórnarflokkanna kynna efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé eitthvað sem við ættum kannski miklu frekar að taka til skoðunar varðandi stuðning á uppsagnarfresti. Að fyrirtæki sem eiga von á slíkum stuðningi vegna uppsagna á starfsfólki að þau geti ekki átt væntingar um að hirða til sín allan ávinninginn af þessari aðstoð stjórnvalda. Það er í smíðum einmitt núna að skoða slík tilvik,” segir Bjarni. Hlutabótaleiðin hafi hins vegar alls ekki verið hugsuð fyrir stöndug fyrirtæki sem greiði hluthöfum arð. „Þau eru að reka rýting í í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,” segir Bjarni. Það þurfi hins vegar ekki að vera óeðlilegt að öflug fyrirtæki sem missi bróðurpart tekna sinna tímabundið og ekki greiða arð nýti þessa leið. Icelandair hefur bæði nýtt sér hlutabótaleiðina og sagt upp starfsfólki og fær styrk til að greiða uppsagnarfresti.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að koma Icelandair til aðstoðar umfram almennu aðgerðirnar. Þar komi ýmsar leiðir til greina. Jafnvel að ríkið kaupi hlut í félaginu. það sé þó sísti kosturinn að hans mati. En fyrst þurfi Icelandair að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins með núverandi og jafnvel nýjum hluthöfum. „Ég myndi vilja segja í framhaldi sem við vorum að tala um. Ef Icelandair nýtir sér ríkulega þennan stuðning á uppsagnarfresti finnst mér að við ættum að skoða að smíða það úrræði þannig að þeir muni skila þeim stuðningi til baka ef þeir eru komnir í hagnað innan einhverra ára, þriggja til fimm ára eða eitthvað slíkt. Það finnst mér mjög eðlilegt,” segir fjármálaráðherra. Upp á framtíð Icelandair skipti mestu að verja leiðarkerfi fyrirtækisins sem hafi lagt grunninn að ferðaþjónustunni og að áfram verði til staðar fyrirtæki sem byggi á norðuratlantshafsflugi með Keflavík sem miðstöð. „Það er sú staða fyrst og fremst sem við erum að hugsa um að verja. Við erum ekkert að hugsa um hag hluthafanna eða annarra kröfuhafa í Icelandair. Það er í sjálfu sér algert aukaatriði.” Ef stjórnvöld geti stigið inn án of mikillar áhættu fyrir skattgreiðendur eigi þau að gera það. „Vegna þess að það getur tekið óskaplega langan tíma að byggja þetta upp og hagkerfið allt fer í dýpri niðursveiflu ef þetta glutrast allt niður. Vonandi eru himnarnir að fara að opnast sem fyrst aftur,” segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. 8. maí 2020 14:10 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
„Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. 8. maí 2020 14:10
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40