Strákunum boðinn fundur vegna launaskerðingar en stelpurnar lækkaðar án samráðs Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2020 09:45 Arnar Sveinn Geirsson er forseti leikmannasamtakanna. mynd/s2s Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Sjá meira