Innlent

Bubbi, Ás­laug Arna, Heið­rún Lind, Þór­dís Kol­brún og Jón Jóns­son í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karls eru vanalega umsjónarmenn Bítisins. Sindri Sindrason hefur þó sest í stól Gulla nú í vikunni.
Gulli Helga og Heimir Karls eru vanalega umsjónarmenn Bítisins. Sindri Sindrason hefur þó sest í stól Gulla nú í vikunni. Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eru báðar í hópi gesta Bítisins í þætti dagsins. Einnig var Bubbi Morthens á línunni.

Þátturinn hefst klukkan 6:50 og verður hægt að fylgjast með á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Sjónvarpsútsendingunni lýkur klukkan 9, en þátturinn heldur svo áfram til klukkan 10 í útvarpi.

Rætt var við þau Kristínu Sigurjónsdóttur og Gunnar Smára Helgason sem búa í helli á Spáni, þar sem útgöngubann er í gildi.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum, mætti til að ræða hvernig Samkaup fæst við ástandið vegna kórónuveirunnar.

Einnig mættu Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og Þorkell Máni Pétursson, eða Máni á X977, og fóru yfir fréttir vikunnar.

Í lok þáttar mætti svo Tinni Sveinsson, nýr ritstjóri Vísis, og söngvarinn Jón Jónsson tók að lokum lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×