Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:01 Thunberg (t.h.) var gestur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á fundi hennar í dag. Engu að síður sparaði Thunberg ekki gagnrýni á gestgjafa sína og áform þeirra um loftslagsaðgerðir. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira