Tækju Flynn aftur með opnum örmum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 22:25 Mike Pence, varaforseti, (t.v.) með Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, (t.h.) í febrúar árið 2017. Flynn entist innan við mánuð í starfi, skemur en nokkur annar þjóðaröryggisráðgjafi. Ástæðan fyrir afsögninni var sögð sú að hann laug að Pence og alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Vísir/EPA Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega. Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega.
Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54