Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú dauðsfall starfsmanns sem vann í Victoria-lestarstöðinni í London. Hún lést í upphafi apríl vegna Covid-19, skömmu áður hafði maður sem sagðist vera sýktur af veirunni hrækt á hana og annan starfsmann.
Hinn 47 ára gamla Belly Mujinga var við störf sín á lestarpalli Victoria-stöðvarinnar þegar maður vatt sér upp að henni og öðrum starfsmanni og hrækti og hóstaði hann á þær.
Nokkrum dögum síðar urðu báðar konurnar veikar vegna Covid-19. Ástand Mujinga, sem glímdi við undirliggjandi öndunarfærasjúkdóm, hrakaði ört og þurfti hún aðstoð öndundarvélar. Hún lést þann 5. apríl af völdum Covid-19.
Talsmaður verkalýðsfélags hennar segir að andlát Mujinga sé mikið áfall og spurningar vakni hvort vinnuveitandi hennar hafi gert nóg til þess að vernda hana í faraldrinum.
Lögreglan rannsakar andlátið og hefur hún óskap eftir upplýsingum frá almenningi í von um að hægt sé að góma þann sem hrækti á Mujinga og félaga hennar.