Sigurður Tómas Magnússon Landsréttardómari hefur verið skipaður nýr dómari við Hæstarétt.
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir, settur dómsmálaráðherra, hafi ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um að Sigurður Tómas verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí næstkomandi.
„Aðrir umsækjendur um embættið voru Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Við skipun Sigurðar Tómasar í Hæstarétt losnar embætti eins dómara við Landsrétt sem auglýst verður laust til umsóknar innan tíðar,“ segir í tilkynningunni.