Örn skipaður landsbókavörður Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra Logi Már Einarsson hefur skipað Örn Hrafnkelsson í embætti landsbókavarðar. Innlent 19.2.2025 12:38
Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 18.2.2025 14:08
Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar. Innlent 18.2.2025 11:21
Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Vísir greindi frá ráðningu hans á dögunum. Innlent 12. febrúar 2025 12:00
Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Alexander O'Donovan-Jones hugbúnaðar- og gagnafræðingur, Ásmundur Alma Guðjónsson hugbúnaðarverkfræðingur og Gunni Singh gagnavísindamaður hafa verið ráðnir til Snjallgagna. Viðskipti innlent 12. febrúar 2025 08:39
Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. Innlent 11. febrúar 2025 16:11
Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Jóhann Geir Harðarson hefur verið ráðinn forstjóri bifreiðaskoðanafyrirtækisins Frumherja. Hann tekur við starfinu af Orra Hlöðverssyni sem hefur stýrt fyrirtækinu frá 2006. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 15:40
Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Heimir Már Pétursson, einhver vaskasti fréttamaður nú um stundir, hefur söðlað um og tekið að sér að verða framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Innlent 11. febrúar 2025 14:58
Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Katrín Ýr Magnúsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Heilsu og hóf störf 1. febrúar. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 08:45
Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Birkir Jón Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 7. febrúar 2025 14:23
Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Innlent 7. febrúar 2025 13:52
Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 6. febrúar 2025 14:54
Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Rafn Heiðar Ingólfsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Olís. Viðskipti innlent 6. febrúar 2025 12:13
Þrjár í framboði formanns Fíh Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Innlent 6. febrúar 2025 10:23
Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 4. febrúar 2025 17:48
Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Anna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem sjóðstjóri til SIV eignastýringar og kemur hún inn í kredit teymi félagsins. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 14:04
Kjarninn farinn úr Heimildinni Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður hefur söðlað um, hann er hættur á Heimildinni og er hann nú orðinn starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 10:55
Ráðin til Samfylkingarinnar Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata sem skipti síðar yfir í Samfylkinguna, hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 4. febrúar 2025 10:40
Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu lögfræðings á málefnasviði Viðskiptaráðs. Hún kemur til ráðsins frá þingflokki Sjálfstæðisflokkins þar sem hún hefur starfað frá árinu 2021. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 09:57
Gísli Rafn til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku. Gísli Rafn var þingmaður fyrir Pírata en náði ekki inn á þing, eins og aðrir þingmenn Pírata, í síðustu alþingiskosningum. Hann sat fyrir hönd Pírata í utanríkismála- og þróunarsamvinnunefnd á meðan hann sat á þingi frá 2021 til 2024. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 09:05
Söguleg skipun Agnesar E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Innlent 3. febrúar 2025 15:18
Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Guðríður Svana Bjarnadóttir og Ólafur Örn Ólafsson í stöður verkefnastjóra og Helena Wessman í starf sérfræðings. Viðskipti innlent 3. febrúar 2025 12:52
Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið ráðinn starfsmaður Miðflokksins. Innlent 31. janúar 2025 20:58
Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4 . ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarps- og kvikmyndaefni fyrir alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 31. janúar 2025 14:11