Hluti leikmanna neitar að mæta til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 20:00 Sergio Agüero hefur látið hafa eftir að sér að leikmenn séu hræddir við að snúa aftur til keppni, og ógna þannig öryggi fjölskyldna sinna. VÍSIR/EPA Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00
Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30